Saltkjöt og baunir

  • 1œ l vatn vatn
  • 1 kg saltkjöt
  • 750 g gulrófur
  • 200 g gularbaunir
  • 50 g hvítkál (má sleppa)
  • 2 stk gulrætur (má sleppa)
  • 1 stk laukur

Sjóðið baunirnar í 1 1/2 til 2 tíma. Saxið laukinn og sjóðið hann með (sumar baunir eru fyrst lagðar í bleyti í 2-3 klst). Sjóðið 1-2 saltkjötsbita í súpunni síðasta klukkutímann. Sjóðið restina af kjötinu í sér potti í u.þ.b. 1 klst.
Skerið gulrófurnar í bita og sjóðið með súpunni síðustu 30-45 mín. Skerið gulræturnar í sneiðar og hvítkálið í ræmur og sjóðið hvorttveggja í súpunni síðustu 15-20 mín. Þynnið baunirnar með soðinu af saltkjötinu eða með vatni, sé soðið of salt.

Leave a Reply