Hinar frægu $250 súkkulaðismákökur
- 2 bollar smjör
- 4 bollar hveiti
- 2 tsk. matarsódi
- 2 bollar sykur
- 5 bollar haframjöl
- 24 oz. súkkulaðibitar
- 2 bollar púðursykur
- 1 tsk. salt
- 1 8oz. Hershey súkkulaði (rifið)
- 4 stk. egg
- 2 tsk. lyftiduft
- 3 bollar hakkaðar hnetur (að eigin vali)
- 2 tsk. vanilludropar/-sykur
Setjið haframjölið í blandara og blandið þannig að það verði að fínu púðri. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til það verður létt og krem-kennt. Bætið eggi og vanilludropum út í; blandið hveiti, haframjöli, salti, lyftidufti og matarsóda saman við. Bætið súkkulaðibitunum, Hersheys súkkulaðinu og hnetunum út í. Hnoðið í kúlur og raðið á bökunarplötu með 5 cm. millibili.
Bakið í 10 mínútur við 375°F / 190°C. Þetta verða u.þ.b. 112 smákökur
You must be logged in to post a comment.