Mayonasie

Mayonasie

Mayonasie er mjög einfalt og fljótlegt að gera og er mun betra en mayonasie úr dós. Þegar þú prufar finnuru muninn.

  • 1 eggjarauða
  • 2 tsk sítrónusafi
  • 1/2 tsk salt
  • 2 dl bragðlítil olía

Í þetta sinn notaði ég maldonsalt sem ég muldi milli fingrana og nýkreystan sítrónusafa.
Fyrst er eggjarauðan, sítrónusafinn og saltið sett í litla skál og pískað vel saman þar til það fera að minna á búðing, þá er olíunni bætt rólega við að pískað vel á meðan.
Svo má bragðbæta þetta á ýmsa vegu t.d. með chilli, dijon sinnepi eða piparrót. Svo má nota þetta eitt og sér sem meðlæti.