Vatnsdeigsbollur
Vatsndeigsbollur hafa stundum haft orð á sér að þær mistakist auðveldlega. Tvisvar hef ég reynt þessa uppskrift og tókst þetta fullkomlega í bæði skipti.
- 80 g. smjör
- 2 dl. vatn
- 100 gr. hveiti
- 3 egg
- 1/8 tsk. salt
Stillið ofninn á 200 °c yfir / undir hiti, eða nota blástur.
Byrjið á að hita saman vatnið og smjörið þar til smjörið er bráðið og takið af helluni. Hveiti hrært við þar til það er hætt að festast við ílátið. Nú ertu komin með hálfgerða smjörbollu sem þarf að kólna það mikið að að vel er hægt er að koma við hana.
Á meðan er hægt að þeyta eggin og þegar deigið er orðið hæfilega volgt má fara að hræra eggin saman við. Best er að skamta þau varlega saman við og passa að deigið verði ekki of þunnt. Það þarf að vera hægt að gera toppa í degið án þess að þeir renni alveg út, því er mikilvægt að setja ekki meira af eggjunum en þarf. 3 egg getur verið örlítið of mikið.
Degið er síðan mótað á plötu með skeið eða sprautu poka og það ætti að vera hægt að ná c.a. 10-12 bollum úr þessum skamti.
Bakið í 20-30 mín. Fer svolítið eftir ofninum, því er gott að gefa þeim auga í lokin og taka þær út þegar þær eru orðina gullin brúnar.
Látið þær svo kólna alveg áður en þær eru skreyttar með þínum hætti.
You must be logged in to post a comment.