Um vefinn

Um vefinn

Þessi vefur byrjaði eiginlega á einfaldri uppskrift af gæsapottrétt frá vini, hripuð niður á bréfsnifsi, árið var líklega 1995-7. Þessi bréf snepill hefur síðan þvælst um í skúffum og hirslum og til hans var gripið af og til. Svo kom einhvern tímann að þvi að löngun vaknaði til að varðveita þessa uppskrift á annan hátt, aðgengilegri.

Frá því í Júlí 2003 hefur þessu uppskriftarsafni verið haldið úti með uppskriftum úr öllum áttum. Á tímabili með aðstoð frá nokkrum dyggum notendum. Frá árinu 2004 var vefurinn drifinn áfram af Movable Type bloggkerfinu og hýstur á tölvu heima við sem hafði þann leiðinlega galla að óvæntar raskanir tóku vefinn niður af og til.
Í ágúst 2008 var svo stofnuð facebook síða. Fjöldi “Fans’s” (Like í dag), jókst nokkuð hratt og var komið yfir 9.000 í janúar 2010 og yfir 13.000 í ágúst 2011 án þess að vera að ota þessu of mikið að fólki. Seinni part nóvember 2009  var Twitter aðgangur stofnaður.
Bilun á vefþjóni í september 2012 varð svo til þess að uppskriftarsíðan var alfarið flutt á nýjan vefþjón ásamt því að fá nýtt umsjónarkerfi.

Tilgangurinn með þessu öllu saman er að safna saman ýmsum matar og köku uppskriftum á vefsíðunni http://acme.to/uppskriftir/ og jafn vel góðum húsráðum.