Bruschetta með tómötum og basilikku

Bruschetta með tómötum og basilikku
  • 6 til 7 þroskaðir tómatar (t.d. plómu)
  • 2 -3 geirar hvítlaukur
  • 1 tsk. extra virgin olívu olía
  • 1 tsk. balsamic edik
  • 6-8 fersk basillikulauf
  • Salt
  • Svartur pipar (malaður)
  • Baguette brauð, eða eitthvað svipað
  • 1/4 bolli olívu olía
  • Melóna
  • Mozzarella ostur
  • Hráskinka

Setjið tómatana í sjóðandi vatn í c.a. 1 mínútu. Áður er gott ráð að skera örlítinn kross í þá svo auðveldara verði að flysja þá. Þegar búið er að skræla þá er ágætt að fjarlægja það mesta af fræjunum úr þeim og snyrta í burtu þar sem stilkurinn var.
Því næst eru þeir skornir í litla teninga eða saxaðir nokkuð smátt og blandið við söxuðum eða pressuðum hvítlauk (1-2 rif) á samt 1 tsk. af virgin olífuolíu, balsamic edik og blandað saman. Saxið basillikuna út í setjið salt og pipar eftir smekk.

Brauðið er skorið niður í sneiðar, penslið aðra hliðina með olífuolíu og setjið á plötu eða grind með olíuna niður. Ristið í ofninum við c.a. 230 °c í örfáar mínútur, eða þar til brauðið verður gullinbrúnt að lit. Tekur c.a. 4 mín. Mæli með að fylgjast vel með svo það brenni ekki. Þegar brauðið er til er hvítlauk nuddað á brauði.

Því næst eru tómatarnir settir á brauði. Mjög gott er að setja smá melónu bita með ásamt smá Mozzarella osti og smá ræmu af hráskinku. Best er að setja áleggið á rétt áður en það er borðið fram svo það verði ekki rakt og mjúkt.