Paprikusósa með piparosti

  • 2 msk olía
  • 1 paprika sneidd í bita
  • 1 msk paprikuduft
  • 4 dl kalkúnasoð úr ofnskúffu
  • 1 msk kalkúnakraftur
  • 2 dl rjómi
  • 1/3 piparostur
  • Sósujafnari
  • Salt og pipar eftir þörfum


Aðferð:
Hitið olíu í potti og látið paprikuna krauma í 2 mínútur. Bætið paprikudufti í pottinn og látið krauma í 30 sek. Setjið kalkúnasoðið, kalkúnakraft, rjóma og piparost í pottinn og þykkið sósuna eftir þörfum. Smakkið til með salti og pipar.