Jólaleg Skyrkaka

  • 1 pakki kanelkex frá Lu mulið
  • 80 gr brætt smjör
  • 5 dl rjómi þeyttur
  • 500 gr KEA vaniluskyr
  • 3 msk bláberjasulta
  • 150 gr bláber
  • 200 gr jarðaber


Blandið kexmylsnunni og smjörinu saman og þrýstið á botninn á vel smurðu smelluformi Hrærið rjómann varlega saman við vanuluskyrið og hellið ofan á kexbotninn . Setjið bláberjasultuna gætilega ofan á ásamt bláberjum og jarðaberjum sem hafa verið skorin í bita . það er í góðu lagi að útbúa skyrtertuna daginn áður , en hún þarf allavega að standa í kæli 3-4 klukkustundir áður en hún er borin fram .
Þessa uppskrift sendi Dögg Theodórsdóttir á facebook