Kjúklingaréttur
- 1 poki grjón (ég nota tilda basmati pokagrjón)
 - 1 vegetable rice í gulum pakningum ( fæst í bónus)
 - 1pk frosið grænmeti (ég notaði sælkerablöndu allan pokann)
 - 4 kjúklingabringur
 - 1pk Toro kylling grýta Balí í fjólubláum umbúðum
 - 1 matreiðslurjómi
 - Pínu mjólk
 - Rifinn ostur
 
Ég geri bæði grjónin tilbúin og set þau í botnin á eldföstu móti, steiki kjúklinginn og krydda með kjúklingakryddi. Kjúklingurinn settur ofan á hrísgrjónin og síðan sýð ég grænmetið í 3 mín og blanda því við kjúklinginn.  Geri grýtuna nema ég nota ekki leiðbeiningarnar á henni heldur blanda ég henni saman við rjómann og set pínu mjólk með til að fá meiri sósu, helli henni yfir allt og set álpappír yfir og set í ofn við 200c í 20 mín tek þá álpappírinn af og set ost yfir og haf í aðrar 10 mín.   Gott með brauði og fersku salati.
You must be logged in to post a comment.