Tómatsúpa

  • 500 g þroskaðir tómatar
  • 100 g laukur
  • 1 l vatn
  • Súpujurtir
  • Lárviðarlauf
  • Maizenamjöl, ca 3 msk
  • Salt og pipar


Skerið tómata og lauk niður og sjóðið í vatni með lárviðarlaufi og súpujurtum í ca 10 – 15 mínútur. Sigtið lárviðarlaufið og súpujurtirnar frá. Þykkið súpuna með maizenamjöli eftir smekk. Kryddið með salti og pipar.
Þessi uppskrift er fyrir 2