Grænmetissúpa
Þessi súpa er góð í vetrarkuldanum, hún er holl og hitar mann upp.
Uppskriftin dugar í ca. 6 skammta.
- 8 tómatar, með hýði.
- 1 dós niðursoðnir tómatar
- 1 msk tómatpurré
- 1 gúrka
- 15 baby gulrætur
- 2 paprikur (gott að hafa græna og rauða)
- 1 dós kjúklingabaunir
- 1 dós nýrnabaunir
- Lófafylli af steinselju
- Salt og pipar
Dash af tabasco sósu gerir þetta svo enn betra fyrir þá sem þola.
(Má setja sellerí, avacado, sveppi og annað grænmeti sem ykkur dettur í hug.)
Byrjið á að hakka tómatana í matvinnsluvél, bæði fersku og niðursoðnu.
Bætið purréinu (og tabasco sósunni ef hún er notuð) við, hakkið aðeins meira og setjið í stórann pott.
Grófhakkið gulræturnar, paprikurnar og gúrkuna og bætið í pottinn.
Steinseljuna verður að hakka vel til að hún blandist sem best við súpuna.
Skolið nýrna- og kjúklingabaunirnar og bætið út í. Kryddið eftir smekk.
Látið malla í 30 mínútur.
You must be logged in to post a comment.