Kartöflupestó

  • 400 g kartöflur (soðnar og stappaðar)
  • 100 g möndluhakk
  • 100 g graskersfræ
  • 1 poki klettasalat
  • 1 hnefi basilíkum
  • 2 dl græn ólífuolía
  • hvítlaukur, salt og pipar eftir smekk


Allt nema kartöflurnar sett saman í matvinnsluvél og maukað, kartöflurnar hrærðar saman við að lokum. Skerið bollurnar í sundur, setjið smá af kartöflusalatinu ofan á og pestó svo þar ofan á. Fallegt að skreyta forréttinn svo með graslauk og papriku svo eitthvað sé nefnt.