Einföld eplakaka

  • 125 gr. smjör
  • 125 gr. sykur
  • 1 egg
  • 125 gr. hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2-3 epli
  • 1/2 dl. rúsínur
  • kanill og sykur


Þeytið sykur og egg saman, bætið út í smjöri og blandið vel, síðan hveiti og lyftidufti, síðast rúsínum (þeim má alveg sleppa fyrir þá sem ekkert eru fyrir rúsínur). Deigið sett í mót og eplin skorin í þunna báta, kanilskykri stráð yfir. Til hátíðabriða má alveg raspa smá marsipan í deigið. Bakað í hálftíma við 175-200 gráður. Borið fram með þeyttum rjóma, vanillu- eða súkkulaðiís.