Graskers og baunasúpa með kókosmjólk
- 1 hvítlauksrif
- 2 g ferskt engifer
- 1 rauður chili pipar
- 1 heil kanilstöng
- 2 heilir negulnaglar
- 2 laukar
- 2 sellerístilkar
- 1 msk kókosolía og vatn til viðbótar ef þarf meiri vökva
- 1 msk tómatmauk
- 200 g linsubaunir
- 1 lítri vatn
- 1 grænmetisteningur
- 500 g grasker
- 400 ml kókosmjólk
- 0,5 tsk múskat
- 0,5 tsk agavesíróp
Saxið lauk, engifer, hvítlauk, chilli pipar og sellerí mjög smátt.
Hitið kókosolíuna í stórum potti og hitið laukinn í 5 mínútur eða þangað til hann er orðinn mjúkur. Bætið vatni við ef þarf meiri vökva. Bætið kanilstönginni, negulnöglunum, hvítlauknum, engiferinu, chilli piparnum og selleríinu út í og hitið í nokkrar mínútur. Bætið tómatmaukinu út í ásamt linsubaununum. Setjið vatnið og grænmetisteninginn út í pottinn, látið suðuna koma upp og bullsjóðið í 10 mínútur. Lækkið hitann og látið súpuna malla við vægan hita í um klukkutíma eða þangað til baunirnar verða mjúkar. Maukið þá súpuna með töfrasprota.
Afhýðið graskerið, fræhreinsið og saxið í grófa bita. Setjið í meðalstóran pott ásamt múskati og agavesírópi. Hellið kókosmjólkinni út á og látið malla við vægan hita í um 30-40 mínútur eða þangað til graskerið er orðið mjög mjúkt. Maukið þá með töfrasprota.
Fjarlægið negulnaglana og kanilstöngina úr baunasúpunni og hellið í skálar. Hellið graskersmaukinu varlega, í mjórri bunu ofan á baunasúpuna. Dragið skaft á gaffli til að draga í gegnum súpuna og gera mynstur.
You must be logged in to post a comment.