Rabarbarasúpa

  • 300 g rabarbari
  • 1 líter vatn
  • 125 g sykur eða eftir smekk


Rabarbarinn hreinsaður, skorinn í bita og settur í pott ásamt vatni og sykri. Látið sjóða þar til rabarbarinn er orðinn meyr og allur kominn í sundur. Hræra oft í á meðan. Hægt er að setja rauðan matarlit útí en það er óþarfi. Eins má setja 1 msk af kartöflumjöli til að þykkja.