Gulrótar og kartöflumauksúpa

  • 5-6 stk. meðalstórar gulrætur
  • 5-6 stk. meðalstórar kartöflur
  • 1 stk. laukur
  • 3 msk. sítrónusafi
  • ½ knippi ferskur kóriander
  • 2 msk. gerlaus grænmetiskrafur (ef ekki grænmetissoð)
  • vatn (grænmetissoð)
  • salt og nýmalaður svartur pipar

Aðferð:
Gulrætur, laukur og kartöflur eru afhýddar og skornar í littla teninga. Grænmetið er léttsteikt- þar til það er orðið meyrt í stórum potti. Þá er vatninu og grænmetiskraftinum (grænmetissoð) bætt útí og látið sjóða í ca. 15. mín. Þá ætti grænmetið að vera orðið það meyrt í gegn að sprullari (töfrasproti) ætti að ráða við að fullmauka súpuna. Eftir að hún hefur verið maukuð er hún bragðbætt með hvítvíni (þarf ekki), sítrónusafa og salti og pipar. Látin malla við vægan hita í 5 mín eftir að hafa verið bragðbætt. Ferskur rifinn kóriander er settur yfir rétt áður en súpan er borin fram og varla þarf að nefna það að nýbakað heimalagað speltbrauð er það eina sem þarf með réttinum.


Heilsuuppskrift frá madurlifandi
Ég sé nú enga ástæðu til að mauka allt grænmetið, en það er bara smekksatriði.