Polenta

  • 7,5 dl kjúklingasoð
  • 250 g polentamjöl
  • 100 g parmesanostur
  • 100 g smjör
  • 100 g sýrður rjómi
  • salt og pipar

Hitið kjúklingasoðið. Bætið polentamjöli út í og hrærið vel í um eina mín. Takið þá pottinn af hitanum og bætið smjöri, parmesanosti og sýrðum rjóma út í. Kryddið með salti og pipar. Klæðið bökunarplötu með smjörpappír og hellið innihaldi pottsins á plötuna. Fletjið út í um 2 cm þykkt. Skerið polentuna í hæfilega stóra bita fyrir það sem á að nota hana í og steikið á báðum hliðum í smjöri á pönnu, þar til hún er gullinbrún.