Sveppasúpa með blómkáli

  • 2 bollar kjúklingasoð
  • 1 bolli vatn
  • 2 bollar þurrt og súrt hvítvín (El Coto Rioja er gott og ódýrt)
  • 600 gr. blómkál
  • 100 gr. laukur
  • 200 gr. sveppir
  • 4 hvítlauksrif
  • rósmarín
  • tímían
  • 1/2 chillialdin, saxað
  • smjör
  • olía


Laukurinn saxaður og mýktur í smá olíu. Blómkálið brotið niður, fallegir hlutar skildir eftir en annað soðið í vökvanum með lauk, hvítlauk og chilli. Maukað í mixer og suðu komið upp aftur. Rósmarín, tímían, salt og e.t.v. smá pipar bætt saman við.
Sveppir steikir í smjöri á pönnu og hellt í blómkálssoðið ásamt fallegu bitunum. Suðan látin koma upp. Látið standa í 10 mín og borið fram.
Jens Mai/matseld.is