Frönsk hvítlaukssúpa
- 8 sneiðar af beikoni, skornar í bita
- 2 vænir laukar, þunnar sneiðar
- 20 hvítlauksrif, grófsöxuð
- 6 bollar af kjúklingasoði
- ½ bolli af þurru hvítvíni
- 1 lárviðarlauf
- ½ tsk. af salti
- 4 ristaðar franskbrauðssneiðar
- 4 msk. af rifnum Parmesanosti
- 1 msk. af saxaðri steinselju
Steikið beikonið svo það verði stökkt og setjið í pott. Látið laukirnn og hvítlaukinn meyrna við lágan hita í 15 mínútur eða svo. Notið til þess u.þ.b. 1 matskeið af beikonfitunni.
Setjið laukinn og kjúklingasoðið, vínið, lárviðarlaufið og saltið í pottinn með beikoninu. Látið suðuna koma upp og síðan malla við lágan hita í hálftíma.Sskömmu áður en súpan er borin fram þarf að þekja hverja brauðsneið með einni matskeið af Parmesanosti og bregða brauðinu í ofn eða undir grill þar til osturinn bráðnar. Ausið súpunni í skálar eða á diska og setjið eina brauðsneið ofan á. Skreytið með steinselju.
You must be logged in to post a comment.