Kjúklingabaunasúpa
- 2 blaðlaukar, skornir í helming, (á lengdina), skolaðir og skornir í smátt
- 1 dós ósaltaðar, niðursoðnar kjúklingabaunir (þyngd u.þ.b. 400 gr með vatninu, hellið vatninu af).
- 1-2 hvítlauksgeirar eða hvítlauksduft.
- 1 stór grænmetis teningur (kjúklingateningur fyrir þá sem það vilja).
- 6-8 dl sjóðandi vatn.
- 1 stór lúka nýrifinn parmesanostur.
- 1 msk ólífuolía og smá vatn
- pipar
- salt
Blaðlaukurinn er steiktur við lágan hita í vatni eða smá ólífuolíu ásamt hvítlauknum þangað til hann er orðinn mjúkur
Baununum bætt út í og þær hitaðar með í nokkrar mínútur. U.þ.b. 1/3 af grænmitissoðinu (teningurinn og 1/3 af vatninu) bætt við og leyft að malla á pönnunni í 15 mín. Þetta er maukað í matvinnsluvél eða með töfrasprota
Saltið og piprið. Það má alveg setja slatta af pipar.
Gott er að bera súpuna fram með nýbökuðu brauði. Einnig má rista pítubrauð og skera í bita (athugið að pítubrauð inniheldur ger).
cafesigrun.com
You must be logged in to post a comment.