Rifsberjahlaup
Verulega einfalt og gott…
Fann þetta í fréttablaðinu, og fór svona að
- 1 kg Rifsber
- 1 kg sykur
- 1 dl vatn
- BENSON-NAT
Dóttir mín var svo duglega að týna rifsber hjá ömmu sinni að éga var tilneyddur til að gera smá hlaup handa henni.
Svona gerðum við
Fyrst af öllu þarf að þrífa berin með köldu vatni, t.d. í salatsigti. Síðan suðum við berin í vatninu og sykrinum, bæði rauð og græn (kanski verið ca 40% græn) ásamt stilkunum. Bæði betra að týna þau þannig, og í þeim er náttúrulegur hleypir. Það var smá slatti af laufi líka, bara betra því það er víst hleypir í þeim. Þannig mauk suðum við þetta við lágan hita, og sigtuðum síðan allt klabbið. Þannig fengum við nokkuð tæran vökva sem ég setti slettu af BENSON-NAT (minna en sagt er á umbúðum). Krukkurnar þarf að þrífa vel, og ég skola þær síðan að innan með BENSON-NAT í stað þess að setja fullan skamt.
Næst mun ég þó gera þetta örlítið öðruvísi, þ.e.a.s. sjóða berin í mauk í vatninu (ásamt stilkum og blöðum. Sigta síðan og vigta saftina og sjóða síðan sykurinn útí.
You must be logged in to post a comment.