Bláberjasulta

Nú ætti að vera komin berjatíð, eða í versta falli stutt í hana. Því er upplagt að hafa þessa sultuuppskrift. Svo er bara að skottast í berjamó.

  • 500 g ber
  • 1 1/2 dl vatn
  • Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin.
  • 350 g sykur

Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur.
Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann.


Saft úr hrati og fleiru
Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu.