Kjúklingasúpa með kartöflum og blómkáli

  • Kjúklingaleggir með læri – 3 – 4 stk.
  • 2 vænar bökunarkartöflur með hýði – bútaðar
  • 1 lítið blómkálshöfuð – bútað
  • 1 þumall engifer, saxað
  • 6-12 feitir hvítlauksgeirar – saxaðir
  • 2 vænir laukar – saxaðir
  • 1 msk cumminfræ – steytt
  • 1 msk corianderfræ – steytt
  • 1/2 sítróna – safinn
  • 2 lítrar vatn + soðteningar (kjúklinga)
  • 1/2 lófi arborio hrísgrjón (til þykkingar)
  • (Gamlir sveppir – 1-2 box – ef þú átt þá til)
  • (Ferskur chili í því magni sem þér hentar – ef vill)


Búðu til (bragðmikið) soð úr vatni, teningum, kryddi, lauk og engifer. (Skerðu sveppina í 2-4 parta hvern og settu í soðið.) Hamflettu kjúklingabitana og settu í soðið (ásamt hrísgrjónunum) og láttu sjóða á vægum hita í 60 mín.
Bættu bútaða grænmetinu og sítrónusafanum út í og láttu malla í 5-10 mín til viðbótar eða þar til grænmetið er rétt meyrt.
Smakkaðu til með salti og pipar og berðu fram strax.
Jens Mai/matseld.is