Grænmetissúpa

  • Sveppir
  • Blaðlaukur
  • Blómkál
  • Gulrætur
  • 100 gr hveiti
  • 1 ½ l vatn eða soð
  • 100 gr smjör
  • Kjötkraftur
  • 1 dl rjómi


Soðið eða vatnið hitað í 80°C. Smjörið brætt í öðrum potti, hveitið sett út í og smjörbollan löguð. Henni jafnað saman við soðið, þeytt þar hún er uppleyst. Soðið í 15-20 mín. Grænmetið skorið niður í strimla, soðið öðrum potti og því bætt út í súpuna, hún krydduð eftir smekk og látin malla smá stund. Rjómanum bætt út í rétt áður en súpan er borin fram.