BLT samlokur
(fyrir 2)
Hráefni:
- 6 sneiðar beikon
- 4 sneiðar gott samlokubrauð
- 4 msk hellmans mayones
- Salat (iceberg er gott)
- 1 avocado
- 1/2 sítróna (safinn)
- 1-2 tómatar (eftir stærð) skornir frekar þykkt
- Salt og pipar
Hitið ofninn í 200°c.
Setjið beikonið á grind, grindina yfir ofnskúffu og bakið í 15-25 mínútur. Leggið á eldhúspappír og látið fituna leka af.
Ristið brauðið og smyrjið með mayonesi.
Leggið salat á 2 sneiðar.
Afhýðið avacadoið og skerið í 1/2 cm sneiðar. leggið ofan á salatblöðin. Setjið beikonið á og tómatsneiðar ofan á það.
Kryddið með salti og pipar.
Lokið samlokunni, skerið í tvennt og borðið.
You must be logged in to post a comment.