Ítalskar samlokur

Hráefni:

  • 8 Sneiðar af góðu brauði
  • 1/2 bolli ólívuolía
  • 1 hvítlauksrif
  • 450 gr. reyktur ostur
  • 2 tómatar
  • 8 basilkulauf


Hitið olíuna í potti og bætið söxuðum hvítlauknum saman við.
Smyrjið 4 af brauðsneiðunum með olíunni. Setjið sneiðarnar með olíubornu hliðina niður á heitt grill.
Setjið ost, tómata og basilkulauf á hverja sneið og setjið aðra brauðsneið ofan á.
Penslið þá sneið líka með olíunni.
Ýtið samlokunni saman (hægt er að nota pott) og grilið þar til osturinn bráðnar.