Gráðostapasta
Fyrir 5
- 500 g pasta (tortellini, tagliatelle eða skeljar)
- 300 g ríkattaostur (eða kotasæla)
- 150 g gráðostur
- 90 g smjör
- 3 dl mjólk
- 1 selleríleggur
- 1 stk lítill laukur
- salt og svartur pipar
Hitið smjörið og setjið út í það saxaða stöngulselju og lauk. Steikið þetta dálítið án þess að það dökkni. Setjið ostana, grænmetið og mjólkina í matvinnsluvél og gerið úr því mauk. Hellið því í pott og hitið varlega. Hrærið öðru hverju og saltið ef með þarf. Sjóðið pastað, en passið að ofsjóða það ekki. Látið renna af pastanu, blandið smjörinu og heitri ostablöndunni saman við. Setjið pastað í heita skál, blandið sósunni vel saman við og piprið eftir smekk.
Berið réttinn strax fram.
You must be logged in to post a comment.