Spaghetti al aglio e limone
Spaghetti al aglio e limone
(spagettí með hvítlauk og sítrónu)
- 500 gr spagettí
- 1 mtsk grófsalt
- 10 hvítlauksgeirar
- safi úr þremur sítrónum
- jómfrúarolía
- hjartafró (fersk sítrónumelissa) eða steinselja
Þetta er afar fljótlegur réttur og sérstaklega sumarlegur; upplagður sem primo piatto, léttur pastaréttur og lystauki á undan aðalréttinum, t.d. fiski. Ef hann er borðaður einn og sér er gott að hafa með nýbakað brauð og þurrt eða hálfþurrt vel kælt hvítvín.
Vatn í stóran pott og salta með grófsalti þegar suðan kemur upp. Olía á pönnu. Afhýða hvítlaukinn og merja svolítið áður en hann er settur á pönnuna. Steikja við vægan hita, en þegar laukurinn er farinn að dökkna er hann tekinn af og honum hent. Sjóða spagettíið passlega, skola og setja svo út í hvítlauksolíuna á pönnunni. Blanda saman og kreista úr sítrónunum þar yfir. Að lokum er hjartafróin eða steinseljan rifin yfir pastalengjurnar og þetta borið fram í skál.
RÓMARVEFURINN
You must be logged in to post a comment.