Fiskibollur með gulrótum og lauk

  • 500 g ýsuhakk
  • 4 msk heilhveiti
  • 1 tsk natríumskert salt
  • ½ tsk nýmalaður pipar
  • 1 egg
  • 150 ml súrmjólk
  • 2 gulrætur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 laukur (lítill)
  • 2 msk steinselja
  • 1 ½ msk olía

Sósa

  • 2 dl súrmjólk
  • 1 sinnep
  • 1 msk graslaukur
  • ½ tsk natríumskert salt
  • ½ tsk nýmalaður pipar


Hrærið saman hakk, hveiti, salt, pipar, egg og súrmjólk. Rífið gulrætur, merjið hvítlauksrifið, saxið laukinn og bætið saman við hakkið ásamt smátt saxaðri steinselju. Setjið í kæli í 30-60 mínútur.
Mótið bollur og steikið í olíu á pönnu í 7-8 mínútur hvorum megin.
Sósa
Hrærið saman súrmjólk og sinnep bragðbætið með smátt söxuðum graslauk, salti og pipar.
hatidhafsins.is