Kínverskar fiskibollur
(fyrir 2)
- 400 gr. fiskihakk
- 1 vorlaukur
- 1 hvítlauksrif
- 1 tsk engifer
- 1/2 msk soyasósa
- 1/2 tsk sykur
- salt
- 1/2 msk olía
- 1 msk maísmjöl
- olía til steikingar
Allt sett í skál og hrært vel saman. Mótað í 8-10 bollur eða buff.
Olía er hituð á stórri pönnu og bollurnar steiktar við meðal hita í 5 mín. á hvorri hlið eða þar til gegnsteiktar og gullinbrúnar.
You must be logged in to post a comment.