Coca-Cola kaka
- 250 gr Hveiti
- 1 ½ tsk lyftiduft
- ½ tsk salt
- 3 kúfaðar msk kakóduft
- ½ tsk matarsódi
- 280 gr hrásykur
- 200 gr ósaltað smjör
- 250 ml Coca-Cola
- 100 ml mjólk
- 2 stór egg
- 1 tsk vanilludropar
Krem
- 150 gr ósaltað smjör
- 50 ml Coca-Cola
- 3 msk kakóduft
- 400 gr flórsykur
- Hitið ofninn í 180°c og smyrjið 24 cm lausbotna kökuform.
- Sigtið hveitið, lyfitiduftið, saltið, kakóið og matarsódann í skál og hrærið hrásykrinum útí.
- Bræðið smjörið og kókið saman við lagan hita í potti og bætið hægt og rólega við þurrefnin ásamt mjólkinni, eggjunum og vanilludropunum. Hrærið stanslaust.
- Þegar öllu hefur verið blandað varlega saman, hellið í kökuformið og bakið í 40 mín. Eða þar til að prjónn kemur hreinn úr miðju kökunnar.
- Látið kólna á ofngrind í 10 mínútur og takið þá úr forminu þá og látið kólna betur á ofngrindinni.
Kremið:
- Bræðið smjörið í potti ásamt kókinu og kakó við lágan hita.
- Sigtið flórsykurinn í skál og hellið smjörblöndunni hægt yfir og hrærið þar til mjúkt.
- Smyrjið yfir kökuna og bíðið þar til kremið hefur jafnað sig.
You must be logged in to post a comment.