Caesar salat með eða án kjúklings
Fyrir ca. 4
- 2 tsk ólífuolía
- 2-3 bollar af dagsgömlu brauði, rifið niður
- Stór, full skál af romaine káli
- Slatti af brauðteningum
Salatdressing.
- 3 msk Parmesanostur
- 2 msk majones
- 2 msk sítrónusafi
- 1 msk Worcestershiresósa
- 1 msk Dijon sinnep
- 4 stk hvítlauksrif
- 3 stk ansjósur
- salt
- nýmulinn svartur pipar
Salatdressing.
Skerið niður 2 hvítlauksgeira og blandið þeim saman við majonesið ásamt ansjósunum, 2 msk. parmesanosti, Worcestershire sósunni, sinnepi og sítrónusafa.
Saltið og piprið eftir smekk.
Geymið í kæliskáp þar til rétturinn er borinn fram.
Salatið.
Setjð klálið í stóra skál og blandið dressingunni saman við ásamt afganginum af parmesanostinum.
Setjið brauðteningana saman við í lokin og berið fram.
Ef þið viljið er mjög gott að grilla kjúklingabringur, sneiða þær niður og setja yfir salatið.
Þá er komið hið fullkomna kjúklinga Ceasar salat.
You must be logged in to post a comment.