Kjúklinga brauðréttur

  • 4 sneiðar brauðtertubrauð
  • 2 ½ dl rjómi
  • 150 gr kjúklingakjöt, soðið og skorið smátt
  • 1 paprika, gul, skorin í bita
  • 8 pepperoni sneiðar, skornar í bita
  • 1 dós aspars, grænn (294 gr.)
  • 1 msk smjör
  • 1 hvítlauksrif, saxað
  • ½ laukur, saxaður
  • 2 pk kryddrjómaostur
  • 2 msk Parmesan ostur, rifinn
  • ½ tsk cayenne pipar
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 tsk sítrónupipar
  • 2 dl ostur, rifinn
  • 1 dl brauðrasp


Smyrjið eldfast form og þekið botninn með brauðtertubrauði sem skorpan hefur verið skorin af. (Mér finnst betra að klippa það í litla bita og þekja botninn með því, kaupi því bara venjulegt brauð) Bleytið í brauðinu með 2 msk af rjómanum. Látið renna af asparsnum en geymið soðið. Dreifið kjúklingakjötinu, paprikubitunum, pepperonibitunum og asparsnum jafnt yfir brauðið. Steikið hvítlaukinn og laukinn í smjörinu. Hellið því næst asparssoðinu yfir, bætið rjómaostinum í og þynnið með rjómanum. Kryddið. Hellið ostasósunni yfir og þekið hann síðan með rifna ostinum og brauðraspinu. Bakið við 180°c í 25-30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn vel bráðinn. Þennan rétt er hægt að útbúa daginn áður.
er.is