Marmarakaka

  • 3 egg
  • 3 dl sykur
  • 150 gr smjörlíki
  • 1 dl mjólk eða kaffirjómi
  • 3 ½ dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 msk kakó


Aðskiljið eggjarauðuna frá hvítunni og hrærið eggjarauðurnar og sykurinn vel, bræðið smjörlíkið og blandið til skiptis smjöri og mjólk út í. Blandið saman hveiti og lyftidufti og setjið það síðan út í.
Þeytið eggjahvíturnar þar til stífþeyttar og blandið þeim varlega út í deigið. Setjið helminginn af deiginu í aðra skál.
Blandið vanillusykri í annban helminginn og kakó í hinn. Setjið til skiptis deigið í eitt form þannig að dökka deigið sé í miðjunni.
Bakist við 175°c í u.þ.b. 50 mín.