Vanilluostakaka

  • Hafrakex
  • Brætt smjör
  • 1 peli rjómi þeyttur
  • 1 stór dós vanilluskyr
  • Góð berjasulta


Myljið hafrakex og bætið við bræddu smjöri. Blandið þessu saman og þrýstið í boninn á formi. Þeytta rjómanum og skyrinu er blandað varlega saman og sett ofan á kexbotninn. Ofan á skyrrjómablönduna er svo sultan sett. Kælið í ísskáp í góða stund.