Frysting á grænmeti
Ég lendi ótrúlega oft í því að kaupa fullt af grænmeti sem endar svo á því að mygla eða eitthvað þaðan af verra í ísskápnum hjá mér. Ég fór því á stúfana og fann út hvernig maður á að frysta grænmeti og ávexti.
Fyrst af öllu ætla ég að útskýra hvað orðið blansera (blanch) þýðir.
Blansera merkir að maður á að sjóða um 2 lítra (4 fyrir grænmeti með grænum laufum ) af vatni, setja lítið magn af niðurskornu grænmeti í sigti (eða vírnetskörfu eða netpoka) og láta ofan í vatnið í nokkrar mínútur.
Suðan má alls ekki detta niður og því verður vatnið að bullsjóða.
Eftir að grænmetið hefur verið ofan í í tiltekinn tíma er það tekið upp úr og sett samstundis í klakavatnsbað og kælt jafn lengi og það var blanserað.
Eftir það er grænmetið lausfryst á smjörpappír (frystibökkum) í svona hálftíma og svo sett í poka eða önnur frysti ílát.
Geymslutíminn er 3-12 mánuðir
Best er að velja grænmeti sem er fullþroskað og bragðmikið, þar sem alltaf tapast eitthvað af bragði við suðu og frystingu.
Hér eru leiðbeiningar um hvað á að gera við hvaða grænmeti fyrir sig (í stafrófsröð):
- Aspas: hreinsa lauf og harða hluta, skera í bita og blansera í 2-3 mínútur.
- Baunir (lima-, smjör-, pinto-, blackeye-, grænar-,): blansera í 3 mínútur.
- Belgbaunir: blansera í 3 mínútur.
- Blómkál: skera hausana niður og blansera í 3 mín.
- Brokkolí: skera hausana niður og blansera þá í 3 mín.
- Eggaldin: þvo, afhýða og sneiða. Blansera í 4 mín.
- Ertur: afhýða, blansera í 1 mín. Lausfrysta.
- Grasker: þvo, skera í litla bita og hreinsa fræin úr. Sjóða þar til mjúkt, afhýða, stappa, kæla, frysta.
- Grænkál: hreinsa og blansera í 3 mín.
- Grænt (spínat, kál, salatblöð): blansera í 1,5-2 mín.
- Gulrætur: skera í bita eða sneiðar og blansera í 3 mín.
- Gulrætur: skera í bita, blansera í 3 mínútur, lausfrysta.
- Gúrka: saxa og setja í frystipoka.
- Hvítkál: taka ystu laufin af og þvo restina. Rífa niður og blansera í 1 mín.
- Kartöflur: þvoið, skrælið og skerið í bita. Blanserið í 5 mín.
- Kúrbítur: skera í 1cm sneiðar og blansera í 3 mín.
- Laukur: saxa gróft og frysta í frystipokum. Geymast aðeins í 3 mánuði.
- Maís: Skera hvern kólf í 2-3 bita og blansera í 4-6 mín. Pakkið hverjum bita fyrir sig í filmu og frystið svo í frystipokum.
- Nípur: hreinsa og skera í sneiðar. Blansera í 2 mín.
- Paprika: þvo, skera í bita, lausfrysta.
- Rauðrófur: sjóða þar til mjúkar, kæla, afhýða, skera í sneiðar, frysta.
- Rófur: hreinsa, skera í bita, blansera í 3 mín.
- Rósakál: snyrta og blansera í 3-5 mín.
- Sellerí: skera í bita og blansera í 2 mín. Lausfrysta.
- Sveppir: frysta í frystipokum. Passa upp á að lofttæma vel.
- Sætar kartöflur: sjóða þar til mjúkar, afhýða og skera í sneiðar.*
- Tómatar: þvo, skera í tvennt eða fernt. Þurkið mestu bleytuna af þeim og frystið.
* Til að forðast að þær verði dökkar, blandið 1 tsk af sítrónusafa í lítra af vatni og látið soðnu kartöfluna ofan í í 5 sekúndur.
You must be logged in to post a comment.