Sætar kartöflur með trönubejasultu

(fyrir 4-6)

  • 3 stórar sætar kartöflur
  • 1 dl vatn
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 3 msk smjör
  • ¾ dl hlynsýróp
  • Trönuberjasulta


Aðferð:
Hita ofninn í 180 gráður, skræla kartöflurnar og sneiða í tæplega 1 cm sneiðar. Raða í eldfast mót, hella vatni yfir, krydda með salti og pipar. Breiðið álpappír yfir og bakið í 60 mínútur.
Setjið smjör, síróp, vatn og trönuberjasultu í pott og sjóðið í 5-8 mínútur. Hellið öllu yfir kartöflurnar og sjóðið áfram í 10-15 mínútur.