Heimalagað rauðkál

  • 1 góður rauðkálshaus
  • 2-3 rauð epli
  • 1/2 – 1 dl. rauðvínsedik
  • vatn (2/3 hlutar af magni rauðkáls)
  • 3-5 msk. ribsberjagel (góðar matskeiðar)
  • sykur ef með þarf til smökkunar.


Rauðkálið er skolað, þurrkað og skorið eða rifið niður. Sett í pott og vatn sem nemur 2/3 hluta kálsins. Eplin eru afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita og sett í pottinn. Rauðvínsedikið er sett yfir og suðan látin koma upp. Þetta er látið sjóða í 40 mín. á litlum hita. Þá er sultan látin út í og hrært í. Síðan er að smakka og ef með þarf er hægt að setja smásykur eða þá meiri sultu saman við, allt eftir smekk hvers og eins.
uppskriftir.seia.is