Heimalagað rauðkál
- 1 góður rauðkálshaus
- 2-3 rauð epli
- 1/2 – 1 dl. rauðvínsedik
- vatn (2/3 hlutar af magni rauðkáls)
- 3-5 msk. ribsberjagel (góðar matskeiðar)
- sykur ef með þarf til smökkunar.
Rauðkálið er skolað, þurrkað og skorið eða rifið niður. Sett í pott og vatn sem nemur 2/3 hluta kálsins. Eplin eru afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita og sett í pottinn. Rauðvínsedikið er sett yfir og suðan látin koma upp. Þetta er látið sjóða í 40 mín. á litlum hita. Þá er sultan látin út í og hrært í. Síðan er að smakka og ef með þarf er hægt að setja smásykur eða þá meiri sultu saman við, allt eftir smekk hvers og eins.
uppskriftir.seia.is
You must be logged in to post a comment.