Piparkökur

  • 250 gr hveiti
  • 2 tsk kanill
  • 1 tsk negull
  • 1 tsk engifer
  • 1/8 tsk pipar
  • 1 tsk matarsódi
  • 90 gr smjörlíki
  • 1 dl og 3 msk sykur
  • 1/2 dl sýróp
  • 1/2 dl mjólk

Öllu blandað saman – hnoðað – flatt út og mótaðar kökur.
Bakað í 175° í 10 mín.