Lion bar kökur
- 100 gr Lion bar
- 100 gr saxað suðusúkkulaði
- 150 gr púðursykur
- 80 gr smjörlíki
- 1 egg
- 160 gr hveiti
- 1/4 tsk natron
- ½ tsk salt
- 1 tsk vanilludropar
Allt hrært vel saman, lion bar sett saman við síðast smátt saxað. Sett á bökunarpappír með teskeið uþb ½-1tsk í hverja köku. Hafið bil á milli því þær renna dálítið út. Bakaðar í ca 8 mín við 180 gráður. EF þær eru of lengi í ofninum verða þær grjótharðar.
You must be logged in to post a comment.