Kjúklingur handavinnukennarans

  • Kjúklingabringur
  • Rjómaostur m .sólþurrkuðum tómötum.
  • Pestó krukka m. sólþurrkuðum tómötum
  • 1 peli rjómi


Ég hef stundum skorið smá vasa á bringurnar og sett rjómaost með sólþurkkuðum tómötum inní og lokað fyrir með tannstöngli. Skelli svo á þær pestó með sólþurrkuðum tómötum og set í eldfast mót. Set einn pela af rjóma í pott ásamt smá rjómaostinum og læt það bráðna saman og helli yfir allar bringurnar. Svo set ég þetta í ofninn í svona 30-40 mín á 200°C, passa að bringurnar séu eldaðar í gegn. Vona að þetta komi að einhverjum