Steiktur kjúklingur (Jamie Oliver)
- 300 g sellerírót
- 300 g kartöflur,
- 125 g smjör
- 4 msk ólífuolía
- 6 stk heilar tímíangreinar
- 5 stk sneiðar parmaskinka (má nota beikon)
- 1 stk hvítlauksrif
- 1 stk hvítlaukur
- 1 stk sítróna
- 1 stk stór kjúklingur
- ½ stk búnt tímían
- salt og nýmalaður svartur pipar
Aðferð
1. Saxið hvítlauksrifið, skerið parmaskinkuna (beikonið) í litla bita, flysjið þetta gula af sítrónunni og saxið. Rífið timíanið af stilkunum og saxið. Blandið þessu öllu saman í skál og kreistið smjörið saman við. Saltið og piprið.
2. Losið varlega um bringuhúðina á kjúklingnum, passið að hún rifni ekki.
3. Komið meirihluta kryddsmjörsins undir húðina og jafnið því á bringuna.
4. Skerið í lærin niður að beini tvo skurði, ef vill. Þannig verður kjötið mjög mikið eldað á þessu svæði og mjög ljúffengt að margra mati. Nuddið kryddsmjöri í skurðina og á lærin.
5. Sneiðið sítrónuna og komið sneiðunum fyrir í kviðarholinu.
6. Skerið sellerírótina og kartöflurnar í bita. Blandið þeim saman í skál ásamt heilum hvítlauksrifum, timíangreinum og ólífuolíu. Saltið og piprið og komið þessu fyrir í kringum kjúklinginn í ofnskúffunni. Bætið endilega við fersku grænmeti s.s gulrótum, rófum o.þ.h,
7. Steikið á 220°C í 40-45 mín. fyrir hvert kíló. Látið fuglinn standa í 10-15 mín. áður en hann er skorinn.
You must be logged in to post a comment.