Austurlenskur kjúklingaréttur

  • 300 gr Kjúlla bringur
  • 2 msk. sojasósa
  • 25 gr smjör til steikingar
  • 1 meðalstór gulrót
  • 125 gr broccoli
  • 125 gr agúrka
  • 2-3 blaðsellerístilkar
  • 1/2 dl sojasósa
  • 1-2 tsk. hunang
  • Sítrónusafi


Fjarlægið skinn og bein (ef eru) af kjúklingabringunum og skerið kjötið í strimla. Steikið kjötið í olíu á stórri pönnu eða wok-pönnu. Snúið kjötinu oft á meðan á steikingu stendur og dreypið á það sojasósu. Takið kjötið af pönnunni.
Skerið grænmetið í jafnstóra strimla. Steikið grænmetið í smjöri á pönnunni í þessari röð: gulrætur fyrst, þá kemur blaðsellerí, því næst broccoli og síðast gulrætur.
Bætið steiktum kjúklingabitum saman við grænmetið á pönnunni og hitið vel. Bragðbætið með sojasósu og hunangi eða púðursykri.
Kreistið að lokum sítrónusafa yfir réttinn. Þetta er svo borið fram með hrísgrjónum.