Þóru Gott
- 2 msk. síróp
- 250 gr. döðlur (steinlausar)
- 250 gr. sykur (gott og hollara að nota hrásykur)
- 150-200 gr. smjör (því meira smjör, því mýkri verða bitarnir)
- 100-130 gr. kókosmjöl
- 70-80 gr. Rice Crispies
Hitið döðlur og síróp og e.t.v. smá vatn í potti og notið sleif til að mauka til döðlurnar.
Bætið sykri og smjöri í pottinn þegar döðlurnar eru orðnar vel maukaðar og hrærið þar til blandan hefur samlagast (ég miða við að örlítið smjör fljóti yfir, þá verður mýktin á bitunum mátuleg).
Takið af hitanum og látið bíða meðan þurrefnin eru vigtuð.
Blandið síðan öllu saman með sleif, sniðugt að nota pottinn ef hann er nógu stór.
Þjappið á bökunarplötu með bökunarpappír (miða við að þykktin sé 1 til 1œ cm) og kælið.
Ef platan er sett í kæli er hægt að skera í bita eftir 15 mín. kælingu.
You must be logged in to post a comment.