Einfalt bananabrauð

  • 1 egg
  • 3 dl sykur ( set stundum hrásykur til hálfs)
  • 2 maukaðir bananar
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk matarsódi
  • 5 dl hveiti
  • súkkulaðispænir ( þarf ekki)


Þeytið egg og sykur sel saman. Maukið bannana og hrærið þeim saman við eggjablönduna. Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Hrærið hveitiblöndunni varlega saman við hræruna. Setjið í form sem rúmar ca 1 1/2 lítra. Bakið í 45 mín við 200° ( ég þurfti ca 55 mín).
Svo til að gera þetta meira spari er geggjað að setja súkkulaðispænir útí 🙂