Bananabrauð
- 3 þroskaðir maukaðir bananar
- 180 gr sykur
- 180 gr hveiti
- 1 1/2 tsk. lyftiduft
- 1/2 tsk. salt.
- 1/4-1/2 tsk. múskat (má sleppa)
- 2 egg
- 3 msk. olía
- 1/2 dl. mjólk
- 100 gr. súkkulaði, saxað
- 50 gr. valhnetur saxaðar
Hita ofninn í 175 gráður. Setjið maukaða banana í skál með sykri og hrærið með sleif. Bætið öllu öðru sem fer í brauðið út í og hrærið saman. Setjið bökunarpappír á botninn í formi ca 10×20 cm á kant. Hellið deiginu í formið og bakið í 55-60 mín.
You must be logged in to post a comment.