Æðisleg grænmetissúpa
- 3 dósir hakkaðir tómatar
- 1 rauð paprika
- 2 sætar kartöflur ( meðal stærð)
- 1 laukur
- 4 hvítlauksrif
- 1 lítill brokkolíhaus
- 7 gulrætur ( meðalstærð)
- krydd að vild
Setja tómatdósirnar í pott ásamt sama magni ca af vatni og hita, bæta svo útí niðurskornu grænmetinu ( ég skar þetta flest frekar gróft) . Lét sjóða í ca 40 mín og settí ég útí þetta ítalskt krydd, rósmarín, graslauk þurrkaðan, salt, pipar, karry og masala krydd indverskt. Lét þetta malla allt og smakkaði svo bara til . Þetta tókst geggjað vel , rosa gott að hafa nýbakað brauð með og setja súpuna á disk og setja smá kotasælu eða ost útá ! Svo má eðlilega setja hvaða grænmeti sem er bara það sem fólk fílar. Mæli td með hvítkáli og blómkáli og sellerí !
You must be logged in to post a comment.