Grænmetissúpa

 • 4 súputeningar
 • ½ l vatn
 • 3 msk ólífuolía
 • ½ laukur
 • 1-2 cm engifer
 • ½ tsk. chili pipar eða chayenne
 • 5 hvítlauksrif
 • 1 pk grænmetissúpa
 • 1 l vatn
 • 1 ds. brytjaðir tómatar
 • 200 g kjúklingakjöt


Setja súputeningana í ½ l vatn og sjóða í potti.
Á meðan það sýður er engifer, hvítlaukur og laukur brytjað mjög smátt, sett í pott og mýkt í olíunni. Teningasoðið sett útí og súpan soðin skv. leiðbeiningunum á pakkanum og svo öllu blandað saman. Nú eru tómatarnir settir saman við og suðan látin koma upp og seinast er kjötinu bætt við
Uppskrift barst í gegnum facebook.
Sendandi: Gudrun Juliusdottir