Kryddbrauð ala Solla

  • 220 gr sykur
  • 240 gr hveiti
  • 2 tsk matarsódi
  • 3/4 tsk kanill
  • 3/4 tsk negull
  • engifer á hnífsoddi
  • 2 egg
  • 80 gr smjörlíki
  • 2 dl mjólk


blanda þurefnum sér og vökva sér, brætt smjör, egg og mjólk saman, svo vökvinn saman við þurefnin, hræra rólega þar til kekkjalaust, baka í aflöngu formi (ca 28 cm) við 175 í 50 mín
gott að setja hrásykur í stað hvíts sykurs