Pestó-kjúklingur

  • 2 bringur
  • 3-4 tómatar
  • 4 msk grænt pestó
  • 2 msk olía
  • fetaostur
  • salt og pipar

Pestó, olía salt og pipar hrært saman í eldföstu móti. Kjúllanum velt upp úr því, tómötum raðað ofan á í sneiðum og fetaostur muldur yfir. Inn í ofn í ca. 45 mín á 200.